Ert þú söngelskur, með óslökkvandi áhuga á kvikmyndagerð eða bara rosalega fallegur í mynd? Við leitum að hæfum einstaklingum til að skipuleggja og hanna hið árlega tónlistarmyndand Tvíundar fyrir HR Musical. Sköpum flottasta myndband ársins og tökum bikarinn heim!

Ert þú skipulagður, hress og hefur gaman af viðburðarstjórnun? Vertu með okkur í að undirbúa Árshátið Tvíundar 2016. Við þurfum hugmyndaríkt og skapandi fólk til að hjálpa okkur við að gera hina árlegu hátíð sem allra flottustu og stærstu til þessa.

Senda skal umsóknir á tviund@tviund.com og þurfa þær að innihalda stuttan texta um umsækjanda ásamt mynd af honum.
Setjið í titil á pósti nafn og verkefni sem að sótt er um.