Auglýst eftir framboðum

Stjórn Tvíundar auglýsir eftir framboðum í embætti Hagsmunafulltrúa og Skemmtanafulltrúa.

Hagsmunafulltrúi heldur utan um þau námskeið og fyrirlestra sem haldnir eru á vegum félagsins. Hagsmunafulltrúi skal hafa yfirumsjón með upprifjunarnámskeiðum fyrir lokapróf á hverri önn. Auk þess skal hann vera tengiliður Tvíundar við tölvunarfræðideildina fyrir þau námskeið sem tölvunarfræðideildin stendur fyrir. Hann hefur yfirumsjón með og er tengiliður við hverja þá klúbba sem eru á vegum félagsins.

Skemmtanafulltrúi aðstoðar Skemmtanastjóra og er meðlimur í skemmtinefnd. Skemmtinefnd hefur yfirumsjón með mannfögnuðum á vegum Tvíundar.

Tekið verður við framboðum frá og með deginum í dag (21. mars). Frestur til framboðs í embætti er til 23:59 föstudaginn 15.apríl. Kosið verður á Myschool frá klukkan 12.00 mánudaginn 25. apríl til klukkan 12.00 fimmtudaginn 28. apríl. Úrslit kosninganna verða kynnt á Austur föstudagskvöldið 29. apríl. Þeir sem ætla að bjóða sig fram þurfa að senda stutta kynningu á framboðinu ásamt mynd á netfangið tviund@tviund.com. Í kynningunni þarf að koma fram fullt nafn frambjóðanda ásamt aldri, námsbraut og námsgráðu. Einnig þarf að koma skýrt fram hvaða embætti sóst er eftir.