Klúbbar

Hér eru allir þeir klúbbar sem eru á vegum Tvíundar. Allir meðlimir Tvíundar geta stofnað sitt eigin klúbb, ef þú ert með skemmtilega hugmynd af klúbb sem þú vilt stofa, þá er um að gera að senda póst á courses@tviund.com!

Sjá lög um klúbba (36. GR.)

League_of_legends_logo_transparent.png

Tvíund LoL spilarar er facebook hópur þar sem fólk innan Tvíundar ásamt útskrifuðum tölvunarfræðingum koma saman til þess að spila leikinn League of Legends, ræða nýjar breytingar og skipuleggja lan innan þessa hóps.

Til þess að ganga í hópinn þar einfandlega að senda request á hópinn ogmeðlimur hópsins getur bætt þér við.Inn í hópnum er excel skjal þar sem LoL notendanöfn allra í hópnum er og á hvaða server þeir spila, endilega bætið ykkar við í skjalið ef þið gangið í hópinn.

3c5947d80326b9eddb34bcf3fc64810b.jpg

Anime klúbburinn samanstendur af fólki sem hefur áhuga á fullorðins teiknimyndum. Anime er alþjóðlegt heiti yfir japanskar teiknimyndir og hefur það einkenni að markaðshópurinn á sér engan hámarksaldur.

Þetta myndar samfélag af aðdáendum sem eru ófeimnir við að horfa á teiknimyndir og þykir gaman að ræða um þætti sem og leita sér uppi fleiri sambærilegar seríur til að horfa á. Það er einmitt það sem anime hópur Tvíundar gerir, grjótharðir nördar sem “flexa” tilgangslausri vitneskju sinni í óteljandi mörgum ævintýraheimum sem myndu kosta fleiri milljarða dollara í frramleiðslu sem venjulegar sjónvarpseríur í stað þess að vera teiknaður sem anime.

systur-logo2.png

Þú hefur eignast /sys/tur! /sys/tur er félag fyrir stelpur í Tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík. Markmið /sys/tra er að skapa umhverfi fyrir stelpur til að hittast, fræðast og skemmta sér saman. Á sama tíma vilja /sys/tur taka þátt í að sýna stelpum hvað tæknigeirinn hefur upp á margt að bjóða og efla konur í tæknigeiranum á Íslandi. /sys/tur er ungt félag sem fer sífellt stækkandi, en félagið var stofnað árið 2013 af þeim Áslaugu Eiríksdóttur, Elísabetu Guðrúnar- og Jónsdóttur, Helgu Guðmundsdóttur og Ingibjörgu Ósk Jónsdóttur. Á þeim tíma hafa /sys/tur gert ýmislegt, til dæmis lært að hakka, tekið í sundur- og sett saman tölvur og búið til legóvélmennið Krúttmund, fengið konur í tæknigeiranum í heimsókn og margt fleira.

Komandi vetur mun verða viðburðaríkur en þá munu /sys/tur halda áfram að fá konur úr tæknigeiranum í heimsókn og segja frá sinni reynslu og starfi. Einnig munu /sys/tur fara í heimsóknir í fyrirtæki og sinna mis nördalegum en mjög skemmtilegum hugðarefnum saman. Hvort sem þú ert hugfangin af LoL, svitnar á bakinu þegar einhver í kringum þig fer að tala um Mac vs. PC eða ert alveg slétt sama er /sys/tur eitthvað fyrir þig. Allar stelpur í tölvunarfræðideild HR eru hugsaðar sem meðlimir /sys/tra en allir, strákar jafnt sem stelpur eru velkomnir á viðburði /sys/tra sem verða haldnir reglulega í allan vetur.

Smelltu hér fyrir heimasíðu /sys/tur!

Tvíund knattrak 1393757333.png

Tvíunda knattrak er fótboltaklúbbur sem nýlega var settur á laggirnar vegna lélegrar þáttöku Tvíundar í knattspyrnukeppnum í gegnum árin. Meðlimir hittast reglulega og spila fótbolta. Meiri upplýsingar um þennan klúbb má nálgast á facebook síðu klúbbsins.

Borðdrekardng.png

BorðDrekar er Dungeons and Dragons klúbbur Tvíundar. Það eru haldnir hittingar annan hvern laugardag. Nóg er að fara á Discord hóp þerra og sækja um til þess að verða partur af þessum ævintýra þyrsta hópi. https://discord.gg/wNGFmSNkDM

Teklúbburinn IlluminaTe Cup_of_Tea_PNG_Clipart-155.png

Teklúbburinn IlluminaTe á að skapa þægilegan grundvöll fyrir félagsmenn Tvíundar að upplifa og njóta víðsýnnar temenningar. Fræðsla og kynningar á te og mismunandi tedrykkju verður í fyrirrúmi. Ekki má gleyma því að merkustu tölvunarfræðingar sögunnar drukku te, vertu einn af þeim! Komdu með þinn eigin bolla og upplifðu skólaárið í stresslausu umhverfi, allavega í einn teketil eða svo.

Hér eru nokkur (eitt) quote frá meðlimum Teklúbbsins IlluminaTe:

Liljar Már Þorbjörnsson(stofnandi IlluminaTe)
„Allir sem hata te eru sálarlausir og núllstilla aldrei breyturnar sínar“

Tvíund Folf

Er gott veður úti og eyða framundan? Þá er um að gera að vippa sér á Klambratún og taka hring með vinum á vellinum þar. Frisbígolf er skemmtilegt og inniheldur ekki mikla hreyfingu, tilvalið fyrir meðlimi Tvíundar! Tvíund Folf.

Tvíund Foos

Sækistu eftir frægð, frama og (mögulega) peningum? Langar þig að komast í hóp með stærstu nöfnum í senunni? Skráðu þig í Foosball klúbb Tvíundar og spilaðu með okkur eina villtustu og hröðustu íþrótt nútímans. Skráðu þig í „Tvíund Foosball“ á facebook og kynntu þér reglurnar.