Klúbbar

Hér eru allir þeir klúbbar sem eru á vegum Tvíundar. Allir meðlimir Tvíundar geta stofnað sitt eigin klúbb, ef þú ert með skemmtilega hugmynd af klúbb sem þú vilt stofa, þá er um að gera að senda póst á courses@tviund.com!

Sjá lög um klúbba (36. GR.)

 

Borðdrekardng.png

BorðDrekar er Dungeons and Dragons klúbbur Tvíundar. Það eru haldnir hittingar annan hvern laugardag. Nóg er að fara á Discord hóp þerra og sækja um til þess að verða partur af þessum ævintýra þyrsta hópi. https://discord.gg/wNGFmSNkDM

Teklúbburinn IlluminaTe Cup_of_Tea_PNG_Clipart-155.png

Teklúbburinn IlluminaTe á að skapa þægilegan grundvöll fyrir félagsmenn Tvíundar að upplifa og njóta víðsýnnar temenningar. Fræðsla og kynningar á te og mismunandi tedrykkju verður í fyrirrúmi. Ekki má gleyma því að merkustu tölvunarfræðingar sögunnar drukku te, vertu einn af þeim! Komdu með þinn eigin bolla og upplifðu skólaárið í stresslausu umhverfi, allavega í einn teketil eða svo.

Hér eru nokkur (eitt) quote frá meðlimum Teklúbbsins IlluminaTe:

Liljar Már Þorbjörnsson(stofnandi IlluminaTe)
„Allir sem hata te eru sálarlausir og núllstilla aldrei breyturnar sínar“