Nýjir nemendafulltrúar

Niðurstöður kosninga um nemendafulltrúa og nýnemafulltrúa eru komnar.

Nemendafulltrúi Tvíundar skólaárið 15-16 er Birgitta Ósk Rúnarsdóttir og nýnemafulltrúi er Jóhanna María Svövudóttir.

Starf nemendafulltrúans er að vera trúnaðarmaður allra félagsmanna og er tengiliður þeirra við stjórn félagsins, en starf nýnemafulltrúa er að vera tengiliður félagsmanna sem eru nýnemar við stjórn félagsins.

Stjórn Tvíundar vill óska þessum ágætu stúlkum til hamingju með kjörið.

Að lokum viljum við láta fylgja mynd af þeim tvem, svo nemendurnir viti hvert þeir eiga að leita til að hafa samband við þær.

Jóhanna og Birgitta
Jóhanna og Birgitta