Vísindaferðir

Vísindaferðir (einnig þekktar sem vísó) eru ferðir Tvíundar til fyrirtækja sem tengjast fræðinni beint eða óbeint. Fyrirtækin opna þar dyrnar fyrir okkur og sýna starfsemi sína, gefa okkur veitingar og veigar. Þar er kjörið tækifæri til að fá góða innsýn í atvinnuheiminn, koma sjálfum sér á framfæri og mögulega finna framtíðar starfið.

Vísindaferðir eru flesta föstudaga, vanalega milli 17-19, og opnar skráning alltaf á miðvikudeginum fyrir ferðina klukkan 13:37.
Athugið að ekki er hægt að skrá sig úr ferð eftir að skráningu lýkur.

Reglur um skráningu og svarta listann

 1. Ef meðlimur er skráður og mætir ekki í vísindaferð þá fer hann á
  svartalistann og kemst ekki í næstu 2 vísindaferðir.
 2. Ef meðlimur er ekki skráður í vísindaferð en mætir samt þá fer hann á
  svartalistann og kemst ekki í næstu 2 vísindaferðir.
 3. Kemur það fyrir að tvær vísindaferðir eru sama föstudaginn. Ef meðlimur er
  skráður í báðar vísindaferðirnar þegar skráningu lokar þá er hann afskráður úr
  þeirri ferð sem hefur lengri biðlista og fer á svartalistann og kemst ekki í
  næstu 2 vísindaferðir.
 4. Meðlimur getur ekki leyft einhverjum öðrum að taka sitt pláss í vísindaferð
  ef hann ætlar ekki að nota það sjálfur.
 5. Vertu sjálfum þér og Tvíund til sóma.

Úr lögum Tvíundar

Stjórn félagsins er heimilt að útiloka félagsmeðlim frá allt að þremur viðburðum tímabundið vegna ámælisverðrar háttsemi meti hún tilefni til, sbr. 16. gr. laganna. Stjórn tekur ákvörðun um slíkt. Stjórninni er heimilt að gera slíkt hið sama ef félagsmenn mæta á viðburði félagsins þar sem skráningar er krafist án þess að hafa gert slíkt. Sama á við um félagsmenn sem skrá sig á viðburði félagsins en mæta eigi.