/sys/tur
Þú hefur eignast /sys/tur! /sys/tur er félag fyrir stelpur í Tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík. Markmið /sys/tra er að skapa umhverfi fyrir stelpur til að hittast, fræðast og skemmta sér saman.
Á sama tíma vilja /sys/tur taka þátt í að sýna stelpum hvað tæknigeirinn hefur upp á margt að bjóða og efla konur í tæknigeiranum á Íslandi.
/sys/tur er ungt félag sem fer sífellt stækkandi, en félagið var stofnað árið 2013 af þeim Áslaugu Eiríksdóttur, Elísabetu Guðrúnar- og Jónsdóttur, Helgu Guðmundsdóttur og Ingibjörgu Ósk Jónsdóttur.
Á þeim tíma hafa /sys/tur gert ýmislegt, til dæmis lært að hakka, tekið í sundur- og sett saman tölvur og búið til legóvélmennið Krúttmund, fengið konur í tæknigeiranum í heimsókn og margt fleira.
Komandi vetur mun verða viðburðaríkur en þá munu /sys/tur halda áfram að fá konur úr tæknigeiranum í heimsókn og segja frá sinni reynslu og starfi.
Einnig munu /sys/tur fara í heimsóknir í fyrirtæki og sinna mis nördalegum en mjög skemmtilegum hugðarefnum saman.
Hvort sem þú ert hugfangin af LoL, svitnar á bakinu þegar einhver í kringum þig fer að tala um Mac vs. PC eða ert alveg slétt sama er /sys/tur eitthvað fyrir þig.
Allar stelpur í tölvunarfræðideild HR eru hugsaðar sem meðlimir /sys/tra en allir, strákar jafnt sem stelpur eru velkomnir á viðburði /sys/tra sem verða haldnir reglulega í allan vetur.
Stjórn /sys/tra 2024-2025
Forseti
Sædís Ósk Einarsdóttir
Varaforseti
Katrín Tinna Sævarsdóttir
Gjaldkeri
Vigdís Helga Eyjólfsdóttir
Ritari
Telma Ósk Þórhallsdóttir
Viðburðarstjóri
Adele Alexandra Bernabe Pálsson
Fjölmiðlafulltrúi
Hera Brá Tómasdóttir
Varamaður
Elísabet Jóhannesdóttir
Nýnemafulltrúi
Katla Logadóttir