Tvíund Logo

Vísindaferðir

Upplifðu tæknigeirann í gegnum heimsóknir í fremstu fyrirtæki landsins

1

Hvað eru vísindaferðir?

Vísindaferðir (einnig þekktar sem vísó) eru ferðir Tvíundar til fyrirtækja sem tengjast fræðinni beint eða óbeint. Fyrirtækin opna þar dyrnar fyrir okkur og sýna starfsemi sína, gefa okkur veitingar og veigar.

2

Hvenær eru vísindaferðir?

Vísindaferðir eru flesta föstudaga, vanalega milli 17-19, og opnar skráning alltaf á miðvikudeginum fyrir ferðina klukkan 13:37. Athugið að ekki er hægt að skrá sig úr ferð eftir að skráningu lýkur.

3

Reglur um skráningu

  • Ef meðlimur er skráður og mætir ekki í vísindaferð þá fer hann á svartalistann.
  • Ef meðlimur er ekki skráður í vísindaferð en mætir samt þá fer hann á svartalistann.
  • Ef meðlimur er skráður í tvær vísindaferðir sama dag, þá er hann afskráður úr þeirri ferð sem hefur lengri biðlista.
  • Meðlimur getur ekki leyft öðrum að taka sitt pláss. Vertu sjálfum þér og Tvíund til sóma.