Um Tvíund

Tvíund er hagsmunafélag allra nemenda í tölvunarfræðideild við Háskólann í Reykjavík.

Markmið okkar er að standa vörð um hagsmuni og velferð nemenda í tölvunarfræðideild, ásamt því að halda úti öflugu félagsstarfi. Félagið hefur staðið fyrir ýmsum námskeiðum og reynt er að halda ráðstefnu á hverju ári.

Áhersla er lögð á að tvinna saman skemmtun og því að efla tengsl nemenda við atvinnulífið með reglulegum vísindaferðum í fyrirtæki sem eru öllum tölvunarfræðingum að góðu kunn.

Þá stendur félagið fyrir ýmsum keppnum og má þar t.a.m. nefna HRinginn, árlegt tölvuleikjamót sem hlotið hefur góðar viðburður. Annar fastur viðburður er Ofurnörd, keppni á milli tölvunarfræðideilda HR og HÍ í ýmsum nördalegum þrautum og íþróttum.